Bókmenntaverðlaun

Norræna húsið er skrifstofa fyrir bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Skrifstofan annast alla daglega vinnu við verðlaunin. Vinnan fer fram í samráði við formann dómnefndar verðlaunanna og skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.

Skrifstofa verðlaunanna sendir frá sér fréttabréf fjórum sinnum á ári á skandinavísku. Hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfinu með því að senda beiðni um það til umsjónarmanns skrifstofunnar sem er Sigurður Ólafsson, sigurdur@nordichouse.is 

Mynd: Leifur Vilberg Orrason

Tilnefningar til verðlauna Norðurlandaráðs 2017

Tilnefningar til hinna fimm verðlauna Norðurlandaráðs eru kynntar ein af annarri yfir árið og verðlaunin síðan afhent í Helsinki þann 1. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs.

Tilnefningar verða kynntar sem hér segir:
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 23. febrúar kl. 11 (að dönskum tíma)
Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 5. febrúar kl. 11 (að dönskum tíma)
Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 25. apríl
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í júní
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í september.
Verðlaunahafarnir verða kynntir og verðlaunin afhent í Finlandia-húsinu í Helsinki þann 1. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs.

Myndefni: Verðlaunahafar 2016 frá: norden.org.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt allt frá árinu 1962, þau eru veitt fyrir fagurbókmenntir sem ritaðar eru á norrænu tungumáli. Það geta verið skáldsögur, leikrit, ljóða-, smásagna- eða ritgerðasöfn og önnur bókmenntaverk.
Markmið verðlaunanna er að auka áhuga Norðurlandabúa á bókmenntum og tungumáli nágrannalandanna og á sameiginlegri menningararfleifð Norðurlanda. Nánari upplýsingar um verðlaunin finnur þú á vefsíðu Norðurlandaráðs www.norden.org.

Myndefni: Katarina Frostenson vinningshafa 2016.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Fréttir af Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn haustið 2013. Þau eru veitt norrænu bókmenntaverki, skrifuðu fyrir börn og unglinga á einhverju tungumála Norðurlandanna.
Tilnefningar til verðlaunanna eru opinberaðar að vori og tilkynnt er um sigurverk á Norðurlandaráðsþingi sem fram fer um mánamótin október-nóvember.
Verðlaunin eru ein fimm verðlauna sem Norðurlandaráð veitir ár hvert en þekktust þeirra hafa verið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Norðurlandaráð undirstrikar með verðlaununum mikilvægi barna- og unglingabókmennta á Norðurlöndunum. Rík hefð er fyrir bókmenntum, ætluðum börnum og unglingum, á
Norðurlöndunum og nægir þar að nefna sagnaheima H.C. Andersens, Tove Jansson og Astrid Lindgren sem þekktir eru ungmennum um allan heim. Verðlaunin eru veitt til bókmenntaverks sem komið hefur út undanfarin 2-4 ár. Tilnefningar til verðlaunanna, og verðlaunaverkið sjálft, endurspeglar því það ferskasta og besta sem
norrænar barna- og unglingabókmenntir hafa upp á að bjóða hverju sinni. Dómnefnd, skipuð fulltrúum frá öllum Norðurlöndunum, velur sigurverkið.

Myndefni: Arnar Már Arngrímsson vinningshafi 2016.

Vefsíða               Fréttir 

Norrænar barna- og unglingabókmenntir

Á Norðurlöndunum njóta börn og ungmenni virðingar sem virkir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Norræn ungmenni eru hvött til sjálfstæðrar hugsunar, sköpunargleði og þess að standa vörð um rétt sinn. Þetta endurspeglast í góðum norrænum barna- og unglingabókmenntum. Þær bera virðingu fyrir lesendum sínum og takast á við heimsmynd þeirra hverju sinni, hvort sem er með jarðbundnum lýsingum á hversdeginum eða villtum ævintýrum í ókunnum víddum.
Norrænar barna- og unglingabókmenntir geta verið skemmtilegar, umhugsunarverðar, upplífgandi og fræðandi. Stundum eru þær líka sorglegar, beittar og sláandi. Þær umfaðma breiðan hóp fólks, allt frá ungabörnum með fyrstu hörðu bókina í höndunum til flókinna frásagna fyrir þroskaða einstaklinga á mörkum fullorðinsáranna.

Mynd: Leifur Vilberg Orrason