Huggulegur staður fyrir börn og fjölskyldur þeirra

Norræna húsið hefur lagt metnað sinn í að skapa skemmtilegt umhverfi fyrir börn á bóksafninu en þar er að finna litríkt úrval af bókum fyrir börn og unglinga.
Norræna húsið hefur sömuleiðis lagt áherslu á að bjóða upp á gæðaviðburði fyrir börn allt árið um kring. Dæmi um viðburði eru Tilraunalandið, Vatnsmýrarhátíðin, sögustundir, Orðaævintýri og Sirkushátíðin.

SaveSave

Í tilefni af sýningunni ÖLD barnsins (2016) hefur Norræna húsið opna nýtt og endurgert barnabókasafn. Jafnframt opnaði klifur-leiksvæði fyrir framan húsið í samstarfi við íslenska leiktækjaframleiðandann Krumma. Klifurklettarnir eru úr línunni FLOW frá Krumma, sem bæði er hönnuð og framleidd á Íslandi.

 

Barnahellir / Barnabókasafn Norræna hússins

Í Barnahelli eru skáldsögur og fræðibækur fyrir börn á öllum 7 norðurlandamálunum. Á veturna eru sögustundir fyrir börn á sænsku, finnsku, norsku og dönsku. Leikskólar, grunnskólar og aðrir hópar geta pantað heimsóknir í Norræna húsið og bókasafnið.

Bókasafnið er vel útbúið af spilum og leikföngum, púðum og brúðum, bókum og litlum kastala sem gaman er að klifra upp í.

Opnunartími er 10-17 alla daga nema miðvikudaga þá er opið til kl 21:00.