Ertu með hugmynd að verkefni með norrænum vinkli?

Norræna húsið veitir ráðgjöf varðandi norrænu sjóðina og leiðbeinir hvaða styrkmöguleikar passar þínu verkefni best, ekki hika við að hafa samband! Sjóðirnir veita styrki til fjölbreyttra verkefna t.d. þar sem þrjú Norðurlönd taka þátt eða tvö Norðurlönd og eitt Eystrasaltsríki. Einnig er hægt að sækja um tengslanetsstyrki, ferðastyrki og þróunarstyrki fyrir verkefni. Við bendum á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir tæmandi upplýsingar um norrænt samstarf: www.norden.org

Helstu menningarsjóðir

Norræna húsið veitir sérstaklega ráðgjöf varðandi umsóknir til Norræna menningarsjóðsins, Kultur Kontakt Nord. Kynntu þér síður þessara sjóða frekar hér:

Nordisk Kulturfond – www.nordiskkulturfond.org
Nordisk Kulturkontakt – www.nordiskkulturkontakt.org

 

Norræn hús og stofnanir

Norræn hús:

Norræna húsið í Færeyjum er helsta menningarhúsið í Þórshöfn og býður upp á glæsilega dagskrá allt árið um kring með áherslu á norræna viðburði.
www.nordurlandahusid.fo

Norrænar stofnanir:

Norræna menningarstofnunin á Álandseyjum
Verkefni stofnunarinnar felast í því að efla menningarlíf á Álandseyjum, auka þátttöku Álandseyja í norrænu samstarfi og þróa samstarf Álandseyja og annarra norrænna ríkja um alþýðumenningu.
www.nipa.ax

Norræna menningarstofunin í Nuuk, Grænlandi
NAPA styrkir og eflir þróun grænlensks menningarlífs með sérstakri áherslu á barna- og æskulýðsmenningu auk þess að miðla norrænni menningu á Grænlandi og grænlenskri alþýðumenningu til annarra norrænna ríkja.
www.napa.gl

Halló Norðurlönd!

Ertu að hugsa um að flytja til Norðurlandanna?
Halló Norðurlönd er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar sem er með skrifstofur í öllum norrænu ríkjunum auk Færeyja og Álandseyja. Verkefni skrifstofunnar er að einfalda frjálsa för einstaklinga á Norðurlöndum. Það er gert með því að upplýsa norræna borgara um gildandi norrænar reglur við flutning, ferðalög til vinnu og annað. Á vefsíðu Norrænu ráðherranefndarinnar, www.norden.org, er hægt að lesa sér til um starfsemi Hallo Norden: http://www.norden.org/da/norden-for-dig

NORRÆN TENGSLANET

Norræn tengslanet er vefgátt norrænna félagasamtaka og stofnanna. Skráðu samtökin þín eða stofnunina  í gáttina og nýttu þér vettvanginn til að mynda ný tengslanet, skapa umræðu eða finna þér samstarfsaðila.

Heimasíða: http://nordiskenet.org/is