Höfundakvöld á vegum Iceland Writers Retreat


20:00

Þriðjudaginn 2.apríl kl. 20:00 í Norræna húsinu

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir

Ritlistarbúðirnar Iceland Writers Retreat (www.icelandwritersretreat.com) verða haldnar í sjötta sinn á Íslandi 3.‒7. apríl. Víðfrægir höfundar frá sjö löndum leiðbeina þar þátttakendum á málstofum, sem koma hvaðanæva úr heiminum, um ritlist og bókaskrif.

Í ár eru þessir rithöfundar meðal leiðbeinenda: Chigozie Obioma sem hefur verið tilnefnd til Booker-verðlaunanna, Sarah Moss ritlistarprófessor sem hefur samið bók um ársdvöl sína á Íslandi, Paul Yoon sem kennir ritlist við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, Ragnar Helgi Ólafsson, tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í fyrra, og rithöfundurinn og aðgerðasinninn Ivan Coyote.

Degi áður en ritlistarbúðirnar hefjast, hinn 2. apríl, hefst lesa höfundarnir upp úr verkum sínum í Norræna húsinu. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Upplestri og umræðum stýrir Egill Helgason. Viðburðurinn fer fram á ensku.

Þessir höfundar taka þátt í upplestrinum: Ann Hood, Chigozie Obioma, Louis de Bernières, Sarah Moss, Ragnar Helgi Ólafsson, Elizabeth Renzetti, Ivan Coyote, Lina Meruane, Paul Yoon, Priya Basil og Tessa Hadley.

 

This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.