Málstofa: Sólahringsmeðferð í öndunarvél á heimili sjúklinga


16:00-17:30

Málstofa: Sólahringsmeðferð í öndunarvél á heimili sjúklinga

Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, Fagráð lungnahjúkrunarfræðinga á Landspítala og MND félagið hafa tekið höndum saman og efna til málstofu um sólarhringsmeðferð í öndunarvél á heimili sjúklinga þriðjudaginn 10. maí kl 16:00 – 17:30
Markmið málstofunnar er að hvetja til umræðu um málefni Þingsályktunartillögu 31 sem liggur fyrir Alþingi (http://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=145&mnr=31)

Fundarstjóri er Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður

Framsögur flytja:
Salvör Nordal, Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands
Bryndís S. Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur Landspítala
Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins

Að framsögum loknum verða umræður.
Málstofan er öllum opin

 

This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.