Barnabarinn – Klipping


17:00
Salur

Treystir þú krökkum? En treystirðu þeim fyrir hárinu á þér?

BarnaBarinn opnar hárgreiðslustofu og býður fullorðna fólkinu upp á hársnyrtingu fyrir jólin!

Hárgreiðslustofan verður staðsett í Norræna Húsinu og aðeins opin milli 17-18 föstudaginn 10.desember. Klippingin kostar ekki peninga en það eru takmörkuð pláss í boði svo pantið ykkur tíma sem fyrst!

Pantið ykkur jólaklippinguna í síma 697-6937 eða með því að senda póst á krakkaveldi@gmail.com

Barnabarinn er nýjasta verkefni Krakkaveldis, sem eru samtök barna sem vilja breyta heiminum. BarnaBarinn er sviðslistaverkefni styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands og Nordisk Kultur Fund.

This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.