Orsugiak: Hið hvíta gull Grænlands


16:00
Salur
Aðgangur ókeypis


ATH! – SÝNINGU FRESTAÐ – NÝ DAGSETNING ER: 30. maí.

Heimildarmyndin Orsugiak eða Hið hvíta gull Grænlands var frumsýnd í Nuuk í Kalaallit Nunaat – Grænlandi 8. febrúar síðastliðinn og frumsýnd á streymisveitu Danmarks Radio (DR) daginn eftir. Myndin fjallar um námuvinnslu Danmerkur á kryólíti í Ivittuut á vesturströnd Kalaallit Nunaat, sem stóð yfir frá 1854 til 1987. Kryólít er sjaldgæft steinefni sem var meðal annars notað í álframleiðslu. Steinefnið fannst í miklu magni á fyrrnefndu svæði þar til náman sjálf var uppurinn.

Eins og greint hefur verið frá á hinum ýmsu fréttamiðlum þá var myndin tekin af streymisveitu DR stuttu síðar eftir frumsýningu ásamt því sem ritstjórinn Thomas Falbe sagði af sér í tilefni þess. Heimildarmyndin og afstaða DR hefur vakið mikið umtal í bæði Danmörku og Grænlandi.

Myndin er framleitt af Wintertales framleiðslufyrirtækið í samstarfi við Human tales með stuðning frá Den Vestdanske Filmpulje Þau sem standa að baki myndinni eru Michael Bévort framleiðandi, Naja Dyrendom Graugaard rannsakandi og leikstjórarnir Claus Pilhave og Otto Rosing. Myndin er á dönsku með enskum texta.

Aðgengi í Elissu sal er ágætt, það er lágur þröskuldur inn í salinn. Á sömu hæð er salerni með góðu aðgengi og skiptiaðstöðu. Að Norræna húsinu liggur rampur og við aðaldyrnar er sjálfvirkur hnappur. Frekari spurningar um aðgengismál má senda til: kolbrun(at)nordichouse.is

 

This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.