Sjálfbær samruni – frásagnir, mannleg samskipti og vitundarvakning


16.00 - 18.00
Salur

 

Annar viðburður af þremur í viðburðaröðinni Sjálfbær samruni, samtal lista og vísinda um sjálfbærni, verður haldinn í Norræna húsinu þann 11. nóvember næstkomandi. Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun stendur að viðburðaröðinni í samstarfi við Norræna húsið og er markmiðið að efla samtal milli lista og vísinda og varpa ljósi á mikilvægi skapandi greina í vegferðinni að sjálfbærri framtíð. Á þessum viðburði beinum við sjónum okkar að sögum eða „narratívum“ samtíma okkar; samskipti, hlustun og von.

Hvernig endurspeglast umhverfismál í frásögnum okkar samtíma? Hvert er hlutverk skapandi greina í að segja sögur sem vekja fólk til vitundar um sjálfbærni og umhverfismál en vekja einnig von um framtíðina? Hvernig tvinnast frásagnir og samskipti saman við neyslumenningu og gildi?

Dagskrá

  •  „Að hlusta og heyra“ Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki við HÍ
  • „Fótspor“ Þórdís Helgadóttir, rithöfundur og heimspekingur
  • „Listin að miðla vísindum“ Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, líffræðingur og umhverfisverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna
  • „Fleiri fjölfræðinga, takk!“ Sverrir Norland, rithöfundur
  • Andrea Vilhjálmsdóttir „Plöntumiðjaðar sviðslistir – Plöntutíð“

Eftir erindin verða pallborðsumræður og að viðburðinum loknum verður boðið upp á veitingar frá Sono matseljum og spjall

Opið verður á myndlistarsýninguna Time Matter Remains Trouble í Hvelfingu Norræna hússins til kl. 17 þennan dag og er tilvalið fyrir gesti að skoða hana en hún fjallar um samspil manns og náttúru.

This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.