SÖGUSTUND Á SUNNUDEGI: Finnska og íslenska


11:30-12:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Öll fjölskyldan er velkomin á norræna sögustund sem fer fram í barnabókasafni Norræna hússins.

Lesnar verða stuttar sögur á finnsku og íslensku. Að upplestri loknum er gestum velkomið að vera áfram og nýta sér aðstöðu safnsins. Í boði verða blöð og litir fyrir áhugasama.

Um lesara: Elli er grunnskólakennari frá Tampere, sérhæfð í myndlist og tónlistarkennslu. Hér á Íslandi starfar hún sem leikskólakennari. Elli elskar sögur, ævintýri og að búa til litlar rímur sem hún syngur saman með bráðum tveggja ára syni sínum.

This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.