Tónleikar með Kvartett Reynis Sigurðssonar


15:00

Kvartett Reynis Sigurðssonar efnir til tónleika í Norræna húsinu á sunnudaginn kemur kl. 15:00 þar sem hin ástsælu lög Oddgeirs Kristjánssonar verða á dagskrá í léttum jazzútsetningum. Þarna má finna mörg vinsælustu lög Oddgeirs ss. Ship ohjo, Gamla gatan, Ég veit þú kemur, Vor við sæinn og Ágústnótt, svo nokkur séu nefnd.

Miðasala við innganginn – verð 2000 kr. 

Oddgeir var þekkstasta tónskáld Vestmannaeyinga, en lést árið 1966 aðeins 55 ára gamall. Mörg laga hans voru við texta vina hans Árna úr Eyjum og Ása í Bæ og oftar en ekki þjóðhátíðarlög. Oddgeir var lengi tónlistarkennari í Eyjum og einn aðalfrumkvöðull að stofnun Lúðrasveitar Vestmannaeyja, sem hann stjórnaði til dauðadags.

Reynir Sigurðsson er enginn viðvaningur í að færa lög íslenskra lagahöfunda í jazzbúning og tríó hans, með Jóni Páli Bjarnasyni á gítar og Gunnari Hrafnssyni á bassa, lék lög Sigfúsar Halldórssonar víða við miklar vinsældir og 2007 rötuðu þau á hljómdisk. Ekki er að efa að jafn vel tekst til við flutning á lögum Oddgeirs Kristjánssonar. Gunnar Hrafnsson leikur enn á bassa, en í stað Jóns heitins Páls leikur Guðmundur Pétursson á gítar og í hópinn bætist Einar Scheving á trommur. Þessir drengir eru í fremstu röð jazzleikara okkar og Reynir er enn í fullu fjöri áttræður. Hann hefur verið atvinnuhlóðfæraleikari frá  unga aldri og lék lengi á slagverk með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þekktastur er Reynir þó sem víbrafónleikari og er ásamt þeim Árna Scheving og Gunnari Reyni Sveinssyni.

Tónleikarnir eru skipulagðir af Kvartett Reynis Sigurðssonar.

This site is registered on wpml.org as a development site. Switch to a production site key to remove this banner.