
„Tréð“ Málþing um barnabókmenntir og tungumál
12:45 - 17:00
Vertu velkomin í Norræna húsið þann 9. apríl frá kl. 13:00–17:00 þar sem sérfræðingar munu deila innsýn sinni í barnabókmenntir og tungumál. Við fáum að heyra frá listamönnum og rithöfundum sem eiga verk á sýningunni „Tréð“ þar sem við skoðum tréið sem tákn í barnabókmenntum.
Viðburðurinn sem er ókeypis fer fram á íslensku, sænsku/norsku og dönsku og er öllum opinn.
Rithöfundar og listamenn sem taka þátt og eiga verk í sýningunni „Tréð“:
Linda Bondestam
Malin Kivelä
Martin Glaz Serup
Jenny Lucander
Ragnar Aalbu
Maija Hurme
Fredrick Sonck
Þátttakendur:
Rán Flygenring
Salomon Hellman
Julian Owusu
Annika Simonsen
Johanna Stenback
Sofie Hermansen Eriksdatter
Unn Sunniva Davidsen
Dagskrá:
12:45 Viðburður opnar. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun gróðursetja tré fyrir utan Norræna húsið og opna viðburðinn formlega
13:05 Nordic Culture Point – Kynning á Norræna bókaorminum
13:45 Pallborðsumræður um tréð sem tákn í sögum og bókmenntum. Rán Flygenring stjórnar umræðum.
14:30 Samtal við höfunda / kynningar – verður tilkynnt síðar.
15:00 Samtal við rithöfundana: Linda Bondestam, Martin Glaz Serup og Malin Kivelä, stjórnað af Salomon Hellman
15:45 Kynning – tilkynnt síðar
16:00 Pallborðsumræður um fjöltyngi og listræna tjáningu, stjórnað af Julian Owusu
Aðgengi að Elissu sal er gott, lágur þröskuldur er inn í salinn. Aðgengileg salerni eru á aðal hæð hússins. Þátttaka er ókeypis í viðburðinum sem fer fram á norrænum tungumálum.
Málþingið er styrkt af eftirfarandi aðilum:
Bókasafnssjóður
Clara Lachmann
Norwegian Embassy
Nordic Culture Point
Norðurlandahúsið
Nordens Institut på Åland
Aðgengi í Elissu sal er ágætt, það er lágur þröskuldur inn í salinn. Á sömu hæð er salerni með góðu aðgengi og skiptiaðstöðu.
Að Norræna húsinu liggur rampur og við aðaldyrnar er sjálfvirkur hnappur.
*Mynd: eftir Estelle Pollaert – https://www.estellepollaert.com